Helga Kristín Kolbeins, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, kveðst ekki hafa séð annað en að grunnskólar vandi sig mikið við námsmatið. Segir hún umræðuna um grunnskólana ekki neikvæða hjá félagi skólameistara
Framhaldsnám Helga Kristín Kolbeins telur mestu máli skipta að nemendur öðlist grunnfærni í fögum til þess að komast inn í framhaldsskóla.
Framhaldsnám Helga Kristín Kolbeins telur mestu máli skipta að nemendur öðlist grunnfærni í fögum til þess að komast inn í framhaldsskóla. — Morgunblaðið/Golli

Ellen Geirsdóttir Håkansson

ellen@mbl.is

Helga Kristín Kolbeins, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, kveðst ekki hafa séð annað en að grunnskólar vandi sig mikið við námsmatið. Segir hún umræðuna um grunnskólana ekki neikvæða hjá félagi skólameistara. Telur hún einkunnaverðbólgu vera orðróm sem gangi manna á milli. Mörg þeirra sem útskrifist með háa einkunn úr menntaskóla standi sig vel í háskóla.

„Mér finnst svo mikið talað án þess að það sé nokkuð á bak við. Ég sé þetta ekki. Auðvitað er ég hérna í Vestmannaeyjum og þar er bara einn grunnskóli og flestir koma þaðan. Ég sé ekki þessa

...