Útnes Viti og stuðlaberg í víkinni.
Útnes Viti og stuðlaberg í víkinni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Nú í sumar er unnið að margvíslegum umhverfisbótum í Kálfshamarsvík á Skaga. Sveitarfélagið Skagabyggð sótti um stuðning til vinnu þar og fékk 3,6 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, það er með áskilnaði um 20% mótframlag styrkþega á móti. Meðal annars hefur þurft að fjarlægja gamlar girðingar á svæðinu og setja upp nýjar. Auk þess merktar og hnitsettar um þriggja kílómetra gönguleiðir og tréstígar settir yfir blautustu svæðin á þeim leiðum. Vinnuhópur frá Landsvirkjun tók svo til hendinni á svæðinu á dögunum.

„Kálfshamarsvík er eftirtektarverður staður sem á mikið inni,“ segir Erla Jónsdóttir oddviti Skagabyggðar. Sveitarfélagið verður við lýði út mánuðinn, en verður þá sameinað Húnabyggð í samræmi við atkvæðagreiðslu nú fyrr í sumar.

„Ég vænti þess að því starfi í Kálfshamarsvík sem nú er

...