… gerir þeim kleift að takast á við flóknari verkefni og takast á hendur aukna ábyrgð í störfum sínum.
Sandra B. Franks
Sandra B. Franks

Sandra B. Franks

Viðbótarmenntun sjúkraliða hefur nú fengið formlega viðurkenningu með nýrri reglugerðarbreytingu sem heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefur staðfest. Þetta markar mikilvægan áfanga fyrir sjúkraliða og heilbrigðisþjónustu á Íslandi, og hefur forysta Sjúkraliðafélags Íslands gegnt lykilhlutverki í að ná þessum áfanga. Viðbótarmenntun sjúkraliða felur í sér 60 ECTS eininga diplómapróf frá Háskólanum á Akureyri. Námið er stundað samhliða vinnu og eru kjörsviðin tvö, annars vegar öldrunar- og heimahjúkrun og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun.

Ávinningur diplómanámsins

Diplómanám sjúkraliða hefur margvíslega kosti og gefur sjúkraliðum tækifæri til að bæta sérhæfingu sína og takast á við viðameiri verkefni innan heilbrigðisþjónustunnar. Rannsóknir frá Norðurlöndunum benda til þess að aukin menntun

...