Sú sem þetta skrifar hefur ekki séð sjónvarpsfréttir RÚV vikum saman þar sem þær riðluðust vegna alþjóðlegs fótboltamóts. Hún ákvað að gefa Sky tækifæri á að segja sér heimsfréttir meðan á mótinu stæði
Fótbolti Enska liðið fagnar ógurlega.
Fótbolti Enska liðið fagnar ógurlega. — AFP/Adrian Dennis

Kolbrún Bergþórsdóttir

Sú sem þetta skrifar hefur ekki séð sjónvarpsfréttir RÚV vikum saman þar sem þær riðluðust vegna alþjóðlegs fótboltamóts. Hún ákvað að gefa Sky tækifæri á að segja sér heimsfréttir meðan á mótinu stæði. Hún misreiknaði sig hrapallega. Fréttatíminn á Sky samanstóð mestmegnis af fótboltafréttum.

Í byrjun þurfti nákvæmar fréttaskýringar um væntanlega leiki enska liðsins. Seinna þurfti að kryfja hvern leik fyrir sig af sömu nákvæmni. Þegar kom að úrslitaleiknum voru þessar fréttaskýringar orðnar verulega þrúgandi.

Ljósvakarýnir reiknaði út af hyggjuviti sínu að eftir að enska liðið tapaði úrslitaleiknum yrði þessum fréttaskýringum hætt. Þar misreiknaði hún sig herfilega. Þær færðust enn í aukana. Leitað var logandi ljósum að skýringu á því að

...