Þessi 15 sterlingspunda bók er léttlesin flestum og skýrir á einfaldan hátt vandamál okkar mannanna í dag.
Pálmi Stefánsson
Pálmi Stefánsson

Pálmi Stefánsson

Árið 2022 gaf prófessor Alexandre Antonelli út bók sína The Hidden Universe, 276 bls. Hann er vísindaforstjóri The Royal Botanic Garden í Kew í London þar sem hann er yfir 300 vísindamönnum. Hann leggur áherslu á að ef við varðveitum ekki fjölbreytileika lífríkisins muni það enda með alvarlegum afleiðingum fyrir mannskepnuna.

Talið sé að lífríki jarðar hafi orðið fyrir fimm stóráföllum og það síðasta fyrir 66 milljón árum er loftsteinn 12 km á breidd lenti í Mexíkóflóa með geigvænlegum afleiðingum fyrir lífríkið. Það sjötta sé nú í uppsiglingu og megi alfarið skrifa á mannskepnuna sem á stuttum tíma varð að fimm milljörðum. Það sem sé öðruvísi nú er að lífríki gróðurs og dýra fær mjög stuttan tíma til að aðlaga sig, en hamfaraógnina megi alfarið skrifa á athafnasemi

...