Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, fjallar á blog.is um það sem hann kallar stjórnmálaflokkinn á fréttastofu Rúv. í Efstaleiti 1. Hann segir: „Þessi óskammfeilni stjórnmálaflokkur hirðir ekkert um það þó hann…
Jón Magnússon
Jón Magnússon

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, fjallar á blog.is um það sem hann kallar stjórnmálaflokkinn á fréttastofu Rúv. í Efstaleiti 1.

Hann segir: „Þessi óskammfeilni stjórnmálaflokkur hirðir ekkert um það þó hann brjóti lög um RÚV enda helgar tilgangurinn meðalið,“ skrifar Jón og furðar sig á að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki „fyrir löngu hafa tryggt borgurum þessa lands það lágmarksfrelsi að velja hvort þeir vilji styrkja og styðja litla stjórnmálaflokkinn í Efstaleitinu eða ekki.“

Jón nefnir að fréttastofa Rúv. sé til að mynda áhugasöm um að koma „Íslandi inn í Evrópusambandið hvað sem tautar og raular.“ Vísar hann í því sambandi til umfjöllunar á dögunum um að Bretar séu andsnúnir Brexit sem hefði ekkert haft nema illt í för með sér.

...