Joe Biden Bandaríkjaforseti dró sig í gær úr framboði til endurkjörs í embættið. Lýsti hann í kjölfarið yfir stuðningi við varaforseta sinn, Kamölu Harris, til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar
Forseti Joe Biden tilkynnti í gær að hann hygðist ekki dvelja í Hvíta húsinu á komandi árum.
Forseti Joe Biden tilkynnti í gær að hann hygðist ekki dvelja í Hvíta húsinu á komandi árum. — AFP/Samuel Corum

Fréttaskýring

Skúli Halldórsson

sh@mbl.is

Joe Biden Bandaríkjaforseti dró sig í gær úr framboði til endurkjörs í embættið. Lýsti hann í kjölfarið yfir stuðningi við varaforseta sinn, Kamölu Harris, til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar.

Þó ákvörðunin hafi ekki komið mörgum í opna skjöldu, eftir þrálátan þrýsting á forsetann undanfarna daga og vikur, þá hleypir hún mikilli óvissu í komandi forsetakosningar í nóvember og ekki síður í landsfund demókrata sem haldinn verður í ágúst.

Biden, sem nú er 81 árs, kvaðst þess í stað myndu einbeita sér að því að sinna þeim skyldum sem fylgja embættinu, það sem eftir er af yfirstandandi kjörtímabili. Því lýkur 20. janúar, eða eftir hálft

...