Guð­rún Jó­hanna Ólafs­dótt­ir söngkona og gítar­leik­ar­inn Franc­isco Jav­ier Jáuregui flytja ís­lensk og er­lend lög sem tengj­ast kon­um á einn eða ann­an hátt á sumar­tón­leik­um Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­son­ar annað kvöld, þriðju­dags­kvöld­, kl. 20.30. „Titill tón­leik­anna vísar í lagið „Hún er vor­ið“ eftir Hauk Tómas­son við ljóð Matt­hí­as­ar Jo­hannes­sen. Sum lög­in sem flutt verða eru sam­in af kon­um, önn­ur eru við ljóð eftir kon­ur, sum eru sam­in um kon­ur eða til­eink­uð þeim,“ segir í viðburðarkynningu. Meðal laga á efnisskránni eru „Maríu­kvæði“ eftir Atla Heimi Sveins­son, „Þökk sé þessu lífi“ eftir Vio­letu Parra í þýð­ingu Þór­ar­ins Eld­járn, „Madrid“ eftir Ólöfu Arn­alds og „Síð­asti strætó fer kort­er í eitt“ eftir Guð­rúnu og Franc­isco við sonn­ettu eftir Krist­ján Þórð Hrafns­son.