Góð frammistaða íslensku karlaliðanna í Sambandsdeildinni er kærkomin lyftistöng fyrir íslenskan fótbolta. Ísland var dottið svo neðarlega í styrkleikaröðinni í Evrópu eftir nokkur slæm ár að eitt Evrópusæti tapaðist um tíma og Íslandsmeistararnir…

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Góð frammistaða íslensku karlaliðanna í Sambandsdeildinni er kærkomin lyftistöng fyrir íslenskan fótbolta.

Ísland var dottið svo neðarlega í styrkleikaröðinni í Evrópu eftir nokkur slæm ár að eitt Evrópusæti tapaðist um tíma og Íslandsmeistararnir þurftu tvö ár í röð að fara í forkeppni til að komast í undankeppnina fyrir Meistaradeildina.

Sem betur fer afgreiddu fyrst Víkingur og svo Breiðablik þá forkeppni með glæsibrag og fylgdu því svo eftir með góðum árangri sem lyfti Íslandi hratt upp listann á ný. Fleiri lið lögðu hönd á plóg eins og KA sem vann þrjá Evrópuleiki í fyrra og komst í þriðju umferð.

Ísland er aftur komið með fjögur lið í Evrópumótin og nú þarf að viðhalda

...