„Ég held að sýningargestir megi búast við sýningu sem virðist í fyrstu láta lítið yfir sér fara en því lengra inn í rýmið sem maður stígur og því meira sem maður nálgast verkin þá held ég að sýningin læðist upp að manni með efnismikilli…
Sýningarstjórar Þau Sunna Ástþórsdóttir og Þorsteinn Eyfjörð segja að um sé að ræða sýningu sem komi á óvart.
Sýningarstjórar Þau Sunna Ástþórsdóttir og Þorsteinn Eyfjörð segja að um sé að ræða sýningu sem komi á óvart. — Ljósmynd/Juliette Rowland

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Ég held að sýningargestir megi búast við sýningu sem virðist í fyrstu láta lítið yfir sér fara en því lengra inn í rýmið sem maður stígur og því meira sem maður nálgast verkin þá held ég að sýningin læðist upp að manni með efnismikilli upplifun,“ segir Sunna Ástþórsdóttir, sem ásamt Þorsteini Eyfjörð, er sýningarstjóri samsýningarinnar Rásar í Nýlistasafninu. Sýningin var opnuð þann 13. júní og stendur til 4. ágúst en hún er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.

„Það er nefnilega mjög mikið í gangi á þessari sýningu án þess kannski að maður taki eftir því fyrst um sinn,“ bætir hún við.

„Já, þetta er kannski að einhverju leyti svolítið snúin sýning upp á það

...