Veitingamaður Emil Bjartur var á vaktinni í portinu við Laugaveg 48 í gær. Þar skín sólin fram á kvöld að hans sögn.
Veitingamaður Emil Bjartur var á vaktinni í portinu við Laugaveg 48 í gær. Þar skín sólin fram á kvöld að hans sögn. — Morgunblaðið/Eyþór

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Nýjasta viðbótin í veitingaflóruna í miðborg Reykjavíkur er pitsuvagninn Pizza Port sem er að finna við Laugaveg 48. Þar standa vaktina tveir ungir menn og reiða fram súrdeigspitsur sem bakaðar eru í Ooni-pitsaofnum sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu misseri.

„Við fengum bullandi pitsudellu í covid. Okkur langaði alltaf að gera eitthvað svona saman og ákváðum síðasta sumar að kýla á það. Síðan þá höfum við unnið að undirbúningi og nú er þetta komið af stað,“ segir Emil Bjartur Sigurjónsson. Hann og félagi hans Eiríkur Atli Karlsson hafa haft í nógu að snúast síðan vagninn var opnaður fyrir mánuði.

Pitsurnar eru Napólí-pitsur úr súrdeigi og hægt er að velja úr nokkrum tegundum af matseðli. Athygli vekur

...