Dönsku forverðirnir og feðginin Christine og Søren Bernsted, sem reka fyrirtækið Malerikonservering Bernsted ApS í Kaupmannahöfn, komu til landsins fyrir rúmri viku til að laga fresku sem er í stað altaristöflu í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og lauk verkinu um helgina
Verklok Christine og Søren Bernsted við freskuna í kirkjunni.
Verklok Christine og Søren Bernsted við freskuna í kirkjunni.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Dönsku forverðirnir og feðginin Christine og Søren Bernsted, sem reka fyrirtækið Malerikonservering Bernsted ApS í Kaupmannahöfn, komu til landsins fyrir rúmri viku til að laga fresku sem er í stað altaristöflu í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og lauk verkinu um helgina. „Viðgerðin tók mun skemmri tíma en talið var í byrjun,“ segir sr. Þráinn Haraldsson, sóknarprestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli.

Hallgrímskirkja er helguð minningu Hallgríms Péturssonar (1614-1674) og var hún vígð 28. júlí 1957. Töluverðar endurbætur og viðgerðir hafa verið í gangi undanfarin ár og þar ber hæst lagfæringar á múrskemmdum á kirkjunni. „Vegna þeirra var vatn farið að leka inn í kirkjuna á ýmsum stöðum og þar á meðal á freskuna, sem er máluð á

...