Umræðan er farin að snúast um að Hafnfirðingar skilji ekki um hvað verkefnið snýst og séu ekki með staðreyndir á hreinu.
Guðmundur Helgi Víglundsson
Guðmundur Helgi Víglundsson

Guðmundur Helgi Víglundsson

Í framhaldi af grein sem ég skrifaði og birtist hérna hinn 4. júlí langar mig að fjalla aðeins meira almennt um verkefnið og umræðuna. Nú er hún farin að snúast um að þeir sem eru á móti Coda Terminal á Völlunum í Hafnarfirði skilji ekki hvað verkefnið snúist um og séu ekki með staðreyndir á hreinu. Verkefnið snúist jú um að minnka koldíoxíð CO2 í andrúmslofti, sem hefur engin landamæri eins og þeir segja.

Það þarf að byggja nýja höfn til að taka við risaskipum sem eiga að flytja hingað koldíoxíð frá Evrópu. Fólk á Völlunum og á Holtinu verður nú þegar fyrir óþægindum vegna hávaða frá núverandi höfn í Straumsvík. Nýja höfnin er fyrirhuguð austan við núverandi höfn og mun nær byggð. Fyrsti áfangi á eingöngu að þjóna Carbfix, annar áfangi á að vera fyrir innflutning meðal annars á jarðefnum og útflutning

...