Hildur Ýr Viðarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, telur hætt við að þær breytingar sem gerðar voru á húsaleigulögum undir lok þings og taka gildi 1. september séu ekki til þess fallnar að ná markmiðum frumvarpsins um húsnæðisöryggi og aukna réttarvernd leigjenda
Breytingar Hildur Ýr hvetur leigusala til þess að kynna sér breytingar á húsaleigulögum sem taka brátt gildi.
Breytingar Hildur Ýr hvetur leigusala til þess að kynna sér breytingar á húsaleigulögum sem taka brátt gildi.

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Hildur Ýr Viðarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, telur hætt við að þær breytingar sem gerðar voru á húsaleigulögum undir lok þings og taka gildi 1. september séu ekki til þess fallnar að ná markmiðum frumvarpsins um húsnæðisöryggi og aukna réttarvernd leigjenda. Þær ríku skyldur sem lagðar eru á herðar leigusölum geti haft neikvæð áhrif á framboð leiguhúsnæðis. Hún hvetur leigusala til að kynna sér breytingarnar vel.

„Með þessum breytingum er verið að leggja miklar skyldur á leigusala og það er verið að takmarka eignarrétt þeirra. Ég þekki dæmi þess að leigusalar og minni fyrirtæki sem eru með íbúðarhúsnæði í útleigu séu að skoða stöðuna og hugsa um að draga saman seglin,“ segir Hildur Ýr í Dagmálum Morgunblaðsins.

...