Starfið Sigurður fyrir ofan Siglufjörð að vinna við snjóflóðavarnir.
Starfið Sigurður fyrir ofan Siglufjörð að vinna við snjóflóðavarnir.

Sigurður Hlöðversson fæddist 23. júlí 1949 í Reykjavík og var aðeins sex merkur og 30 cm langur. „Móðir mín þurfti að fara suður því hún veiktist og var á sjúkrahúsi í einhvern tíma áður en að fæðingu kom. Svo kom hún norður með þetta litla kríli í fanginu.“

Sigurður segir það mikil forréttindi að alast upp á stað eins og Siglufirði. „Það var mikill barnaskari í húsinu þar sem ég ólst upp. Þar voru þrjár fjölskyldur, við systkinin fjögur og sex önnur börn í húsinu og enginn skortur á leikfélögum. Við lékum okkur alveg frá fjörunni og upp í fjall.“

Sigurður var tvö sumur í sveit að Reyðará í Lóni hjá Geir Sigurðssyni föðurbróður sínum og Margréti Þorsteinsdóttur og sonum þeirra, Sigurði og Þorsteini. „Það var gaman að kynnast föðurfjölskyldunni og sveitalífinu. Ég var nú ósköp pasturslítill fram eftir aldri, en hef

...