„Mér fannst að heimurinn ætti skilið að fá að heyra þessi fallegu lög. Ég vissi að pabbi ætti þau til og var búin að vera að reyna að fá hann til þess að gefa þau út í smá tíma. Hann var samt ekkert á leiðinni að gera það svo að ég tók málin…
Feðginadúett Á plötunni Hús númer eitt flytur Una Stef lög og texta eftir föður sinn, Stefán S. Stefánsson saxófónleikara. Myndin vinstra megin var tekin á útgáfutónleikum þeirra sem fram fóru fyrir skemmstu. Myndin hægra megin var tekin af þeim feðginum á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Feðginadúett Á plötunni Hús númer eitt flytur Una Stef lög og texta eftir föður sinn, Stefán S. Stefánsson saxófónleikara. Myndin vinstra megin var tekin á útgáfutónleikum þeirra sem fram fóru fyrir skemmstu. Myndin hægra megin var tekin af þeim feðginum á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

„Mér fannst að heimurinn ætti skilið að fá að heyra þessi fallegu lög. Ég vissi að pabbi ætti þau til og var búin að vera að reyna að fá hann til þess að gefa þau út í smá tíma. Hann var samt ekkert á leiðinni að gera það svo að ég tók málin einfaldlega í mínar hendur,“ segir tónlistarkonan Una Stef um djassplötuna Hús númer eitt sem hún gaf nýverið út ásamt föður sínum Stefáni S. Stefánssyni. Morgunblaðið ræddi við Unu um plötuna.

„Einn daginn hringdi ég síðan í pabba og tilkynnti honum að ég ætlaði að syngja lögin og að við værum að fara að gefa þessa plötu út saman. Hann veit betur en að malda í móinn við mig svo hann hlýddi bara. Í fyrstu þóttist hann reyndar ekkert skilja í mér að vilja gefa út þessi lög. En mér þykir afskaplega

...