„Við fórum kokhraustir þangað út,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals í samtali við Morgunblaðið eftir glæstan stórsigur Valsmanna á Vllaznia frá Albaníu ytra í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta síðasta fimmtudagskvöld
Fyrirliði Hólmar Örn Eyjólfsson stekkur manna hæst í fyrri leiknum gegn albanska liðinu Vllaznia í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.
Fyrirliði Hólmar Örn Eyjólfsson stekkur manna hæst í fyrri leiknum gegn albanska liðinu Vllaznia í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Fótbolti

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

„Við fórum kokhraustir þangað út,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals í samtali við Morgunblaðið eftir glæstan stórsigur Valsmanna á Vllaznia frá Albaníu ytra í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta síðasta fimmtudagskvöld. Valur vann leikinn, 4:0, og mætir St. Mirren frá Skotlandi í 2. umferð undankeppninnar á fimmtudaginn.

Fyrri leikur Vals gegn Vllaznia á Hlíðarenda fór 2:2 en Valsmenn lentu í ýmsu eftir þann leik og var stjórnarmönnum meðal annars hótað lífláti. Teymi Vals átti síðan að fljúga heim degi eftir leikinn en þá festust Valsarar í Albaníu vegna stórar tæknibilunar í kerfi Microsoft síðasta föstudagsmorgun sem hafði víðtæk áhrif á flugsamgöngur um allan heim.

Kom

...