Fjarskiptafyrirtæki sjá merki þess að ólöglegt niðurhal færist í vöxt á ný. Dregið hafði úr umfangi þess í kjölfar tilkomu ódýrra streymisveitna og lækkunar á verði á íþróttaefni. Með versnandi efnahag og verðhækkunum virðast fleiri nú sækja sér sjónvarpsefni með ólöglegum hætti. Áætlað hefur verið að minnst fjórðungur heimila á Íslandi sé með áskrift að IPTV-efnisveitum sem dreifa ólöglega aðgangi að sjónvarpsstöðvum. » 2