Hans-Uwe Vollertsen fæddist 14. október 1950. Hann lést 2. júlí 2024.

Útför Hans-Uwe var 16. júlí 2024.

Eftir langvinna baráttu við alvarleg veikindi er Hans-Uwe nú horfinn á braut. Hans-Uwe kynntist systur minni Ragnheiði Helgu hjá sameiginlegum vinum þeirra í Danmörku. Kynni þeirra urðu til þess að hann kúventi lífinu, kvaddi æskuslóðir sínar, „Det hedder gamle Danmark“, til að fylgja ástinni til svölustu eyjar úthafsins.

Hans-Uwe bjó að gömlum menningararfi sem nýttist honum vel á ferlinum og gaf honum mikla ánægju. Íslenska fjölskyldan naut góðs af þegar þau hjónin buðu til þjóðlegrar danskrar matarveislu. Hann fæddist í Slésvík-Holtsetalandi sem í aldir var hluti af Danmörku. Fjölskylda hans og fólkið í Slésvík varðveitti danskar rætur sínar. Upp af þeim rótum óx Hans-Uwe og varð

...