Íranir hafa fengið að leika lausum hala og afleiðingarnar eru ískyggilegar

Íran hefur nú tæknilega getu til að framleiða það sem þarf til að búa til kjarnorkusprengju á einni til tveimur vikum, að því er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrir helgi. Blinken sagði að á síðustu vikum og mánuðum virtist Íran hafa keyrt áfram kjarnorkuáætlun sína, sem er í ósamræmi við ummæli nýkjörins forseta þar í landi sem segist vilja laga stöðu Írans meðal þjóða heims og endurvekja kjarnorkusamninginn frá árinu 2015.

Forseti Írans ræður ekki ferðinni þar í landi, það gera klerkarnir, þannig að skoðanir forsetans skipta ekki endilega miklu máli, hvort sem menn trúa því að hann vilji í raun umbætur í landinu eða ekki.

Um kjarnorkusamninginn er svo það að segja að Íranir héldu sig illa við hann sem varð til þess að Bandaríkin sögðu sig frá honum. Íranir höfðu til dæmis auðgað úran umfram það sem þeim var

...