Íslenski tölvuleikurinn Waltz of the Wizzard hefur notið mikilla vinsælda í netheimum undanfarið en horft hefur verið á myndbönd úr leiknum í tugi milljóna skipta á samfélagsmiðlum. Leikurinn sem er spilaður í gegnum sýnarveruleikagleraugu er…
Sýndarveruleiki Notendur nota hendur sínar til að spila leikinn.
Sýndarveruleiki Notendur nota hendur sínar til að spila leikinn. — Skjáskot/Aldin Dynamics

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Íslenski tölvuleikurinn Waltz of the Wizzard hefur notið mikilla vinsælda í netheimum undanfarið en horft hefur verið á myndbönd úr leiknum í tugi milljóna skipta á samfélagsmiðlum. Leikurinn sem er spilaður í gegnum sýnarveruleikagleraugu er framleiddur af Aldin Dynamics en fyrirtækið vinnur að því að nýta tækniframþróun til að betrumbæta heiminn.

Hrafn Þórisson, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Aldin Dynamics, segir fyrirtækið vera nokkuð einstakt á sviði tölvuleikja og sýndarveruleika.

„Við höfum verið að einblína mjög mikið á að gera heima sem eru eins og veruleiki, í rauninni forðast að þetta sé eins og tölvuleikur. Bara eins og þetta sé veruleiki þar sem þú getur talað við karaktera og að þeir

...