Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) vill að fyrirhugað kílómetragjald taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Áform stjórnvalda gera aftur á móti ráð fyrir einu og sama gjaldinu á alla bíla undir 3,5 tonnum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti á dögunum frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar ökutækja, og höfðu 35 umsagnir borist frá einstaklingum vegna frumvarpsins í gær.

„Við teljum að það þurfi að vera ákveðin sanngirni og gagnsæi þarna svo það sé ekki verið að mismuna fólki með minni og léttari bíla,“ sagði Runólfur Ólafssonn, framkvæmdastjóri FÍB, í samtali við mbl.is í gær, en rök stjórnvalda á bak við að láta eitt og sama gjaldið gilda um alla bíla undir 3,5 tonnum eru þau að þeir bílar valdi svipuðu sliti og niðurbroti vega.

FÍB segir það alls ekki rétt, bíll sem vegi 3,5 tonn slíti vegunum meira en léttari

...