Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkings úr Reykjavík, var besti leikmaðurinn í þrettándu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Birta átti mjög góðan leik í marki nýliðanna á föstudagskvöldið þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þór/KA á Þórsvellinum á Akureyri, 2:0. Það var ekki síst vegna frammistöðu Birtu sem hélt markinu hreinu í annað sinn í síðustu þremur leikjum.

Hún var eini leikmaðurinn í þrettándu umferð deildarinnar sem fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu og er ein af þremur leikmönnum Víkings sem eru í úrvalsliði umferðarinnar.

Ólst upp í Ólafsvík

Birta er 23 ára Ólafsvíkingur og ólst upp hjá Víkingi í Ólafsvík þar sem hún varði mark meistaraflokks í 1. deild kvenna 15 og

...