Flugrekstur Lausafjárstaða Play var í lok 1. ársfjórðungs um sjö milljarðar króna, eftir að félagið hafði tryggt sér fjóra milljarða í hlutafjáraukningu.
Flugrekstur Lausafjárstaða Play var í lok 1. ársfjórðungs um sjö milljarðar króna, eftir að félagið hafði tryggt sér fjóra milljarða í hlutafjáraukningu. — Morgunblaðið/Eggert

Vinna við árshlutareikning og uppfærslu afkomuáætlunar vegna ársins 2024 gefur vísbendingar um að rekstrarhagnaður Play verði ekki í kringum núll eins og áður hafði verið gefið út, heldur neikvæður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play til Kauphallarinnar í gær. Flugfélagið hafði áður gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) yrði um núll á þessu ári og að sjóðstreymi myndi batna á milli ára. Þó er tekið fram að afkoman stefni í að vera betri en á síðasta ári, en það er ekki útfært nánar í tilkynningunni. Play mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudag.

„Erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga um þessar mundir gefur Play tilefni til að veita ekki frekari leiðsögn um rekstrarþætti félagsins fram á við,“ segir í tilkynningunni.

Tap

...