FH og ÍA gerðu jafntefli, 1:1, í æsispennandi Evrópubaráttuslag í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gærkvöldi. Úrslitin þýða það að FH er í fjórða sæti með 25 stig en ÍA er sæti neðar með stigi minna
Kaplakriki Skagamaðurinn Erik Sanberg með boltann í gærkvöldi. FH-ingurinn Sigurður Bjartur Hallsson eltir hann af miklu kappi.
Kaplakriki Skagamaðurinn Erik Sanberg með boltann í gærkvöldi. FH-ingurinn Sigurður Bjartur Hallsson eltir hann af miklu kappi. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Besta deildin

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

FH og ÍA gerðu jafntefli, 1:1, í æsispennandi Evrópubaráttuslag í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gærkvöldi. Úrslitin þýða það að FH er í fjórða sæti með 25 stig en ÍA er sæti neðar með stigi minna.

Hinrik Harðarson kom Skagamönnum yfir á 68. mínútu leiksins með skallamarki af stuttu færi eftir sendingu frá Hlyni Sævari Jónssyni, einnig með kollinum.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson jafnaði metin fyrir FH undir lok leiks með skoti af stuttu færi. Þá fékk hann sendingu frá Böðvari Böðvarssyni og setti boltann í slána og inn. Uppaldi FH-ingurinn Logi Hrafn Róbertsson hafði gert vel í undirbúningnum.

...