Framherjinn Orri Steinn Óskarsson fer vel af stað með liði sínu FC Köbenhavn en hann skoraði fyrra markið í 2:0-sigri liðsins á Lyngby í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Orri kom FCK yfir á sjöundu mínútu leiksins og setti…
Framherji Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrir FC Köbenhavn.
Framherji Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrir FC Köbenhavn. — Morgunblaðið/Hákon Pálsson

Framherjinn Orri Steinn Óskarsson fer vel af stað með liði sínu FC Köbenhavn en hann skoraði fyrra markið í 2:0-sigri liðsins á Lyngby í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Orri kom FCK yfir á sjöundu mínútu leiksins og setti boltann aftur í netið seinna í leiknum en var dæmdur rangstæður. Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson byrjuðu báðir í liði Lyngby en Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkmaður FCK.