Hlíðarfjall Úrkomunni fylgdi snjókoma til fjalla í Eyjafirði.
Hlíðarfjall Úrkomunni fylgdi snjókoma til fjalla í Eyjafirði. — Ljósmynd/Auður Eva Ásberg

Úrhellisrigning var á Ströndum og Norðurlandi vestra í fyrrinótt, og var gul veðurviðvörun í gildi um nóttina. Féllu minnst tvær skriður í Skagafirði í gær vegna úrhellisins og féll sú fyrri á Reykjastrandarveg norðan við Sauðárkrók. Var vegurinn hreinsaður um morguninn.

„Þetta var þó nokkur skriða, kannski 15 til 20 metra breið,“ sagði Björn Sigurður Jónsson, bóndi á Fagranesi, við Morgunblaðið í gær, en skriðan féll úr Tindastóli og yfir Reykjastrandarveg.

Björn segir rigninguna hafa verið stöðuga síðasta sólarhring. Þá bárust einnig fregnir um að aurskriða hefði fallið við Ingveldarstaði í Hjaltadal, en ekki fengust nánari upplýsingar um þá aurskriðu í gær.

Fólk hafi augun hjá sér

Martina Stefani, sérfræðingur við ofanflóðahættumat hjá Veðurstofu Íslands, sagði

...