Því dæmist rétt vera er mikilfengleg, glæsileg, rausnarleg og ofsafengin. Um þessar mundir fer fram umræða um hvaða mælistikur nota eigi í bókmenntagagnrýni. Að mínu mati er gjafmildi það besta sem fyrirfinnst – andhverft nískunni, nirfilshætti og smámunasemi
Glaður Einar Már Guðmundsson.
Glaður Einar Már Guðmundsson. — Morgunblaðið/Hari

Því dæmist rétt vera er mikilfengleg, glæsileg, rausnarleg og ofsafengin. Um þessar mundir fer fram umræða um hvaða mælistikur nota eigi í bókmenntagagnrýni. Að mínu mati er gjafmildi það besta sem fyrirfinnst – andhverft nískunni, nirfilshætti og smámunasemi. Af þeim sökum finnst mér að svona gjöful skáldsaga eigi að fá öll mín hjörtu,“ skrifar Bjørn Bredal bókmenntagagnrýnandi Politiken og gefur nýjustu skáldsögu Einars Más Guðmundssonar fullt hús eða sex hjörtu.

Skáldsagan, sem nýverið kom út í danskri þýðingu Eriks Skyum-Nielsen, og gerist árið 1828, er sjálfstætt framhald á skáldsögunni Skáldlegri afbrotafræði sem kom út í danskri þýðingu 2021. Að mati rýnis Politiken stendur Því dæmist rétt vera

...