Velgengni Ísland vann fjóra af sex leikjum sínum í undankeppni EM.
Velgengni Ísland vann fjóra af sex leikjum sínum í undankeppni EM. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Bandaríkjunum í tveimur vináttulandsleikjum í haust. Sá fyrri fer fram í Austin í Texas 24. október og sá síðari í Nashville í Tennessee 27. október. Íslenska liðið hefur tryggt sér sæti á EM 2025 og slapp því við umspil í september og október. Bandaríska liðið er í fimmta sæti heimslistans, neðar en nokkru sinni fyrr. Ísland hefur aldrei unnið Bandaríkin en tvisvar náð jafntefli í 15 leikjum þjóðanna.