Fólksfjölgun ætti ekki að vera áhyggjuefni við frjálst atvinnulíf, því að þar skapar hver nýr einstaklingur að jafnaði meiri verðmæti en hann neytir.
Dr. Marian Tupy ögrar rétttrúnaði fjölmiðla og háskóla með óvæntum og frumlegum tilgátum.
Dr. Marian Tupy ögrar rétttrúnaði fjölmiðla og háskóla með óvæntum og frumlegum tilgátum.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Árið 1968 gaf bandaríski vistfræðingurinn Paul R. Ehrlich út bókina Fólksfjölgunarsprengjuna (The Population Bomb). Upphafsorð hennar voru, að ekki væri lengur gerlegt að fæða allt mannkyn. Á næstu árum myndu hundruð milljóna falla úr hungri, hvað svo sem gert yrði. Margir aðrir samsinntu því, að fólksfjöldi í heiminum væri að nálgast þolmörk, til dæmis höfundar bókanna Endimörk vaxtarins og Heimur á helvegi, sem báðar komu út á íslensku um svipað leyti. En landi Ehrlichs, hagfræðingurinn Julian L. Simon, andmælti honum og kvað fólksfjölgun örva framfarir. Bauð hann Ehrlich veðmál. Hefði Simon rangt fyrir sér, þá ættu helstu hráefni að hækka í verði, því að þau væru að ganga til þurrðar. Ehrlich tók boðinu og fékk að velja fimm hráefni og eitt tímabil. Hann valdi kopar, króm, nikkel, tin og tungsten og næstu tíu ár. Áratugurinn leið, og þá

...