Nýjar tölur HMS sýna að vandinn á húsnæðismarkaði fer vaxandi

Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis-
og mannvirkjastofnunar, HMS, bendir til að vandinn á húsnæðismarkaði fari ekki minnkandi, þvert á móti. Þar kemur fram að fullbúnum íbúðum hafi fjölgað hægar á síðustu tólf mánuðum en á jafn löngu tímabili í febrúar og munar miklu, 3.096 íbúðir sl. ár nú en 3.446 íbúðir í febrúar. Þá bendi talningar í mars sl. til þess að í ár verði 3.020 íbúðir fullbúnar á þessu ári en aðeins 2.828 á næsta ári.

Enn fremur vekur athygli að mestur samdráttur hefur verið í nýjum fullbúnum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, eða um 15%. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi samdrátturinn verið 6% en á landsbyggðinni hafi fullbúnum íbúðum hins vegar fjölgað um 7% miðað við stöðuna í febrúar sl.

Í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að þörfin á nýjum íbúðum er metin mun meiri en það sem byggt hefur verið að undanförnu og er

...