Þór Bæring og Kristín Sif ræða þau matvæli sem bara eru til á Íslandi og landsmenn sakna mest þegar þeir eru erlendis í morgunþætti sínum. Hafa þau bæði búið erlendis og kveðast kunnug tilfinningunni að sakna íslensks matar. „Þá fer maður ósjálfrátt að hugsa um íslenskar vörur og þjónustu sem maður saknar,“ segir Þór.

„Ég væri til dæmis bara í London og vildi að ég gæti farið út í búð og keypt íslenska kókómjólk og skyr til dæmis,“ segir hann og Kristín tekur undir með honum en hún segist oft sakna skyrs í útlöndum. Samtalið má heyra í heild á k100.is.