Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson

Lögmanninum Brynjari Níelssyni er skemmt yfir herferð kennaraforystunnar gegn umræðu um arfaslakan námsárangur og öllum breytingum á kerfinu. Þeim finnst – líkt og Altúngu forðum – þeir lifa í besta heimi hugsanlegra heima. Synd með krakkana.

Brynjar segir: „Nú er svo komið að grunnskólabörn eru nánast ólæs, óskrifandi og geta ekki lagt saman tvo og tvo. Sérfræðingarnir og fagaðilarnir hafa nefnilega komist að því að ástundun og próf, sérstaklega samræmd próf, valdi þeim vanlíðan og hræðilegast af öllu er að þau þurfi að taka ábyrgð á nokkru í lífi sínu,“ og minnir á að sérfræðingarnir séu ábyrgðarlausir.

Og heldur áfram: „Þess vegna er óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna. Það er eins og enginn af þessum sérfræðingum átti sig á því að slakur árangur í námi mun valda þeim

...