Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson urðu Íslandsmeistarar í golfi í annað sinn á sunnudag er þau stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu sem var haldið á Hólmsvelli í Leiru. Þau urðu einmitt bæði meistarar í fyrsta skipti árið 2021 og …
Meistarar Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi árið 2024.
Meistarar Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi árið 2024. — Ljósmynd/Seth@golf.is

Golf

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson urðu Íslandsmeistarar í golfi í annað sinn á sunnudag er þau stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu sem var haldið á Hólmsvelli í Leiru.

Þau urðu einmitt bæði meistarar í fyrsta skipti árið 2021 og hafa því fagnað sigri á stærsta móti Íslands saman í tvígang, en þau leika bæði fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, GKG.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Huldu Clöru sem flaug til Finnlands um hálfum sólarhring eftir að hún varð Íslandsmeistari til að taka þátt á EM áhugamanna. Andrea Björg Bergsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir keppa einnig á mótinu.

„Ég kom hingað til

...