Frá upphafi afskipta minna af pólitík hef ég verið sá leiðtogi á Alþingi Íslendinga sem ævinlega hefur talað fyrir því að verja landamæri okkar fyrir óheftu flæði hælisleitenda (e. open borders). Ég hef ekki einungis talað fyrir daufum eyrum heldur…
Inga Sæland
Inga Sæland

Frá upphafi afskipta minna af pólitík hef ég verið sá leiðtogi á Alþingi Íslendinga sem ævinlega hefur talað fyrir því að verja landamæri okkar fyrir óheftu flæði hælisleitenda (e. open borders). Ég hef ekki einungis talað fyrir daufum eyrum heldur fengið á mig holskeflu fúkyrða frá þeim sem eiga alla mína samúð fyrir grunnhyggni og afneitun á þeim vanda sem við nú sitjum uppi með.

Það liggur fyrir að með breytingum á útlendingalöggjöfinni sem samþykkt var í júní 2016 og tók gildi 1. janúar 2017 hafði allur undirbúningur löggjafarinnar verið undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, sem síðan var hrakinn frá völdum eins og frægt er orðið. Arftaki hans Sigurður Ingi Jóhannsson kláraði síðan málið með þverpólitískum stuðningi allra nema þeirra sem sátu hjá og vildu ganga mun lengra m.t.t. að við yrðum langbest í heimi.

...

Höfundur: Inga Sæland