Fyrsta skáldsaga Hugrúnar Björnsdóttur, Rót alls ills, kom nýverið út hjá Storytel og vermdi fyrsta sætið á lista yfir mest lesnu bækurnar þar þegar blaðamaður sló á þráðinn til höfundarins í liðinni viku
Hugrún „Ég er svo þakklát fyrir að fólk hafi tekið vel í bók sem er glæpasaga en samt svolítið öðruvísi.“
Hugrún „Ég er svo þakklát fyrir að fólk hafi tekið vel í bók sem er glæpasaga en samt svolítið öðruvísi.“ — Morgunblaðið/Eyþór

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

Fyrsta skáldsaga Hugrúnar Björnsdóttur, Rót alls ills, kom nýverið út hjá Storytel og vermdi fyrsta sætið á lista yfir mest lesnu bækurnar þar þegar blaðamaður sló á þráðinn til höfundarins í liðinni viku. Spurð út í tildrögin að útgáfunni segir Hugrún að það hafi verið annað handrit sem varð til þess að hún fékk útgáfusamning hjá hljóðbókaveitunni.

„Þetta er mín fyrsta útgefna skáldsaga en ég hafði skrifað eina bók áður og sent það handrit til Storytel árið 2022. Það kom mér í rauninni að hjá þeim og varð til þess að ég fékk samning. Þau spurðu mig hvort ég hefði áhuga á að skrifa fyrir þau af því þeim litist vel á mig sem höfund og skrifin mín út frá þessu handriti,“ segir hún.

...