Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hefur límt límmiða á annað hundrað númerslausra bíla, langflesta innan Ísafjarðarbæjar eða 68 talsins í sérstöku átaki. Gulur miði er límdur á bílana sem tilkynning um meðferð máls með einnar viku fresti og rauður miði …
Stjórnvaldsákvörðun Að loknum lokafresti er bíllinn fjarlægður á kostnað eiganda en kostnaður er tryggður með lögveðsrétti í húsi, lóð eða tæki.
Stjórnvaldsákvörðun Að loknum lokafresti er bíllinn fjarlægður á kostnað eiganda en kostnaður er tryggður með lögveðsrétti í húsi, lóð eða tæki. — Morgunblaðið/Halldór

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hefur límt límmiða á annað hundrað númerslausra bíla, langflesta innan Ísafjarðarbæjar eða 68 talsins í sérstöku átaki. Gulur miði er límdur á bílana sem tilkynning um meðferð máls með einnar viku fresti og rauður miði er límdur sem tilkynning um stjórnvaldsákvörðun og lokafrestur gefinn.

Að loknum lokafresti er bíllinn fjarlægður á kostnað eiganda en kostnaður er tryggður með lögveðsrétti í húsi, lóð eða tæki og getur heilbrigðiseftirlitið krafist uppboðs til greiðslu.

Fólk að átta sig á alvörunni

Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir bæjaryfirvöld afskaplega ánægð með að verkefnið sé loksins komið á skrið. „Það eru ekki númerslausir bílar í öllum götum en það eru bílar á ákveðnum stöðum og þetta er ákveðið vandamál sem hefur fengið að vera óáreitt.“ Arna segir að í

...