Kvika heldur áfram að safnast undir Svartsengi samkvæmt nýjustu gögnum Veðurstofu Íslands. Búast má við kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu tveimur til þremur vikum.

Í tilkynningu segir meðal annars að ekki sé hægt að útiloka að gossprunga opnist innan Grindavíkur. Þó er talið líklegast að gossprunga myndi fyrst opnast norðan við bæinn áður en hún myndi svo opnast innan bæjarmarkanna.

Bent er á að mögulega geti hraun, sem komi upp úr gosopi norðan varnargarða við Grindavík, flætt ofan í sprungur og komið svo aftur upp um opnar sprungur innan bæjarmarkanna. Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumat og hækkar þar hættustig á öllum svæðum, nema á svæði 7, þar á meðal í Grindavík. Hættumatið gildir til 30. júlí að öllu óbreyttu.

Í tilkynningunni er haft eftir Michelle Maree Parks,

...