Foreldrar geta ekki setið þegjandi hjá ef brotið er á börnum og jafnræðis ekki gætt. Stjórnmálamenn hafa ekki leyfi til að sitja með hendur í skauti.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Það er alvarlegur misskilningur að halda að skipulag og gæði grunnskólans – og raunar menntakerfisins alls – sé einkamál samtaka kennara, embættismanna í ráðuneyti menntamála eða sérfræðinga í undirstofnunum. Menntun er eitt mikilvægasta sameiginlega verkefni okkar allra. Bætt lífskjör byggjast á menntun enda grunnur nýsköpunar og vísinda. Öflugt menntakerfi styrkir samkeppnishæfni landsins.

Grunnskólinn er hornsteinn menntakerfisins. Fyrr í þessum mánuði gerði ég hnignun grunnskólans að umtalsefni í pistli hér í Morgunblaðinu. Tilefnið var sérlega fróðlegt viðtal við Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla, í Dagmálum mbl.is. Þar skrifaði ég meðal annars:

„Menntakerfið er beittasta og skilvirkasta verkfærið sem hvert samfélag hefur til að tryggja

...