Undirbúningur er hafinn að stækkun og fjölgun íbúða á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði, en tillagan gerir ráð fyrir byggingu nýs hjúkrunarheimilis fyrir um 125 íbúa. Auk þess er áformað að reisa 100 nýjar leiguíbúðir á vegum leigufélagsins Naustavarar á sama stað
Hjúkrunarheimili Þrívíddarmynd sýnir uppbygginguna á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Hvítu byggingarnar á myndinni eru þær byggingar sem eru þegar til staðar, en brúnu byggingarnar sýna fyrirhugaða uppbyggingu.
Hjúkrunarheimili Þrívíddarmynd sýnir uppbygginguna á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Hvítu byggingarnar á myndinni eru þær byggingar sem eru þegar til staðar, en brúnu byggingarnar sýna fyrirhugaða uppbyggingu.

Sveinn Valfells

sveinnv@mbl.is

Undirbúningur er hafinn að stækkun og fjölgun íbúða á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði, en tillagan gerir ráð fyrir byggingu nýs hjúkrunarheimilis fyrir um 125 íbúa. Auk þess er áformað að reisa 100 nýjar leiguíbúðir á vegum leigufélagsins Naustavarar á sama stað. Sjómannadagsráð er eigandi félaganna Hrafnistu og leigufélagsins Naustavarar, en talsverð uppbygging hefur verið á nýjum þjónustukjörum á vegum þess undanfarin ár. Nú síðast lauk framkvæmdum á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi.

Þröstur Söring framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs segir ánægjulegt hve vel hafi tekist í uppbyggingu á liðnum árum og því sé Sjómannadagsráð í frekari framkvæmdahug. Auk þess sé mikil eftirspurn eftir íbúðarrými fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu og telur Þröstur að hún eigi eftir að aukast

...