60 ára Lena Hallgrímsdóttir ólst upp á Akureyri, nánar tiltekið á Bautanum, en foreldrar hennar eru Hallgrímur Arason á Bautanum og Guðrún Ófeigsdóttir. Lena vann á veitingastað föður síns frá barnsaldri. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri fór hún í Háskóla Íslands og lærði rússnesku. Hún tók síðasta ár námsins í St. Pétursborg í Rússlandi og útskrifaðist frá HÍ 1995.

Hún kynntist eiginmanni sínum, Einari Steinssyni, konsúl Íslands í Chicago frá 2011, á háskólaárunum. Þau fluttu fljótlega vestur um haf til Chicago 1996 og giftu sig árið 1997. Þar gekk Lena í DePaul-háskóla þar sem hún lauk meistaraprófi í fjölþjóðasamskiptum. Hún starfar sem ráðningarstjóri hjá bandaríska fyrirtækinu LanguageLine Solutions.

Lena og Einar eru virk í félagslífinu í Chicago. Þau hafa rekið Íslendingafélagið í

...