Að höggva eftir e-u þýðir hvorki „að leita eftir e-u“ né „að leggja áherslu á e-ð“ heldur að veita e-u sérstaka eftirtekt. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra minntist á skattsvik í ræðunni og hugsaði þá hvort ég ætti …

Að höggva eftir e-u þýðir hvorki „að leita eftir e-u“ né „að leggja áherslu á e-ð“ heldur að veita e-u sérstaka eftirtekt. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra minntist á skattsvik í ræðunni og hugsaði þá hvort ég ætti að telja fram leigutekjurnar af garðskúrnum. En ég hjó líka eftir því að hann nefndi engin nöfn.“