Gærdagurinn var rauður í Kauphöll.
Gærdagurinn var rauður í Kauphöll.

Gengi allra félaga, að þremur undanskildum, lækkaði í Kauphöllinni í gær. Ekkert félag hækkaði í viðskiptum dagsins. Gengi bréfa í Skel lækkaði mest í gær, um 5,7%, en þó aðeins í um 30 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði gengi bréfa í Iceland Seafood um 2,8% og í Sýn um 2,3%.

Veltan á Aðalmarkaði var þó meiri en verið hefur að undanförnu, rúmlega 1,7 milljarðar króna. Þar af nam velta með bréf í Marel um 440 milljónum króna, en gengi bréfa í félaginu lækkaði um 1,2%.

Á First North-markaðinum lækkaði gengi bréfa í Play um 3,5%, þó aðeins í þriggja milljóna króna viðskiptum.