Varnarmálaráðherrar Bretlands og Þýskalands hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu um aukna samvinnu í öryggis- og varnarmálum. Er það í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar Verkamannaflokksins í Bretlandi um að endurstilla samskiptin við…
Aukin samvinna Ráðherrarnir Boris Pistorius og John Healey hlýða á lúðrasveit þýska hersins leika í móttökuathöfn fyrir Healy í Berlín í gær.
Aukin samvinna Ráðherrarnir Boris Pistorius og John Healey hlýða á lúðrasveit þýska hersins leika í móttökuathöfn fyrir Healy í Berlín í gær. — AFP/Ralf Hirschberger

Varnarmálaráðherrar Bretlands og Þýskalands hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu um aukna samvinnu í öryggis- og varnarmálum. Er það í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar Verkamannaflokksins í Bretlandi um að endurstilla samskiptin við bandalagsríki í Evrópu eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

John Healey varnarmálaráðherra Bretlands og Boris Pistorius varnarmálaráðherra Þýskalands skrifuðu undir yfirlýsinguna í Berlín í gær en Healey er í opinberri heimsókn í Þýskalandi. Er þetta sögð vera fyrsta yfirlýsing af þessu tagi, sem NATO-ríkin tvö gera með sér.

Pistorius sagði á blaðamannafundi að í yfirlýsingunni væri lýst því markmiði að efla hergagnaframleiðslu í báðum löndum, vinna saman að þróun og kaupum á vopnum og samræma „jafnvel betur“ stuðning við Úkraínu.

Hann bætti við að samkomulagið myndi styrkja Evrópustoðina innan NATO og þannig NATO í heild.