2034 Íbúar í Salt Lake City fögnuðu niðurstöðunni innilega.
2034 Íbúar í Salt Lake City fögnuðu niðurstöðunni innilega. — AFP/C. Morgan Engel

Bandaríska borgin Salt Lake City heldur vetrarólympíuleikana árið 2034 en það var frágengið með kosningu á fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í París í gær. Þar fékk hún 83 atkvæði af 89 og var ein um hituna í lokin. Þetta verður í annað sinn sem borgin heldur vetrarleikana en þeir voru haldnir þar árið 2002. Næstu leikar fara fram á Ítalíu, í Mílanó og Cortina d'Ampezzo, árið 2026 og leikarnir árið 2030 fara fram í Ölpunum í Frakklandi.

...