Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna. Það er bara sorgleg staðreynd,“ segir Guðmundur Kjartansson, forstjóri og aðaleigandi Iceland ProTravel Group samstæðunnar. Fyrirtækið sérhæfir sig í skipulagningu Íslandsferða og er með eigin ferðaheildsala í Þýskalandi og Sviss.

Ferðaþjónustuaðilar sem Morgunblaðið hefur rætt við eru sammála um að hátt verð á hótelgistingu spili stóra rullu í því að færri ferðamenn koma hingað í ár en búist var við. Einn þeirra nefndi að heildsölum sem hann á í viðskiptum við hefði verið boðin hótelbergi á 50-100 þúsund krónur nóttin í fyrrasumar. Þegar slíku verði sé haldið til streitu leiti fólki einfaldlega annað.

Guðmundur hjá Iceland ProTravel segir augljóst að

...