Reynd Þórey Edda keppti á þrennum Ólympíuleikum.
Reynd Þórey Edda keppti á þrennum Ólympíuleikum.

Þórey Edda Elísdóttir, sem keppti í stangarstökki á Ólympíuleikunum árin 2000, 2004 og 2008, stefnir á að fara út að fylgjast með leikunum í ár, en hún gegnir nú stöðu 1. varaforseta framkvæmdastjórnar ÍSÍ. „Ég fylgist því með í gegnum starf ÍSÍ út frá skipulaginu, en svo er ég líka mikill aðdáandi íslensku keppendanna. Ég fylgi þeim öllum á Instagram og er spennt að sjá þau keppa.“

Þá segist hún einnig vera mikið að fylgjast með fimleikastjörnunni Simone Biles, sem keppir í fimleikum fyrir hönd Bandaríkjanna.

„Hún er algjörlega uppáhaldsíþróttakonan mín, ég fylgist með nokkrum fimleikakonum en hún vekur náttúrulega sérstaklega mikla athygli enda er hún sér á báti. Ég held

...