„Draumar, langanir, óskir og þrá – allt það sem fær hjartað til að slá“ er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Þar munu „Íris Björk Gunnarsdóttir sópran og…
Dúó Íris Björk og Ólína.
Dúó Íris Björk og Ólína.

„Draumar, langanir, óskir og þrá – allt það sem fær hjartað til að slá“ er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Þar munu „Íris Björk Gunnarsdóttir sópran og Ólína Ákadóttir píanóleikari taka fyrir drauma, óuppfylltar óskir og hina innstu þrá. Á tónleikunum verða áhorfendur leiddir í gegnum draumkenndan tónheim þar sem fjölbreyttar tilfinningar kvikna og ævintýri eiga sér stað. Meðal annars verða flutt verk eftir Jórunni Viðar, Lili Boulanger, Edvard Grieg og Claude Debussy,“ segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum. Miðar eru seldir við innganginn.