Loftbelgir fullir af rusli, sem sendir voru frá Norður-Kóreu yfir landamærin til Suður-Kóreu, lentu í gærmorgun við forsetahöllina í höfuðborginni Seúl og sprungu. Sérstök efnavonasveit var send á vettvang til að hreinsa svæðið
Rusl Sérsveitarmenn í eiturefnabúningum hreinsa rusl frá Norður-Kóreu við forsetahöllina í Seúl.
Rusl Sérsveitarmenn í eiturefnabúningum hreinsa rusl frá Norður-Kóreu við forsetahöllina í Seúl. — AFP/Yonhap

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Loftbelgir fullir af rusli, sem sendir voru frá Norður-Kóreu yfir landamærin til Suður-Kóreu, lentu í gærmorgun við forsetahöllina í höfuðborginni Seúl og sprungu. Sérstök efnavonasveit var send á vettvang til að hreinsa svæðið.

Þetta var í fyrsta skipti sem slíkur loftbelgur lendir á lóð forsetahallarinnar í miðborginni en hún er varin af tugum hermanna og yfir henni er flugbann í gildi.

...