Kristín Sif, þáttastjórnandi hjá K100, segist ekki beinlínis vera hrædd við geitunga en lýsir að skordýrin kveiki í einhvers konar brjálæði innra með henni. Kveðst hún meðvituð um vandamál sitt. „Mér finnst leiðinlegt að mér líður svona í garð …
— Samsett mynd

Kristín Sif, þáttastjórnandi hjá K100, segist ekki beinlínis vera hrædd við geitunga en lýsir að skordýrin kveiki í einhvers konar brjálæði innra með henni. Kveðst hún meðvituð um vandamál sitt.

„Mér finnst leiðinlegt að mér líður svona í garð geitunga því þeir eru bara lífverur alveg eins og við,“ segir hún og útskýrir að henni finnist þeir hreinlega ógeðslegir.

„Ég bjó einu sinni til „eldvörpu“ úr hárspreyi og kveikjara,“ segir Kristín en bætir við að hún hafi fljótt áttað sig á því að líklega væri ekki sniðugt að nota slíkt innandyra. Meira á K100.is.